Nýjar eldhúsfreistingar frá IHANNA HOME

Ingibjörg Hanna er hönnuður og stofnandi fyrirtækisins IHANNA HOME sem …
Ingibjörg Hanna er hönnuður og stofnandi fyrirtækisins IHANNA HOME sem selur gæðalegar textílvörur með grafísku munstri. Mbl.is/IHANNA HOME

Það er fátt sem gleður okkur meira en freistingar í eldhúsið  en þess má geta að nýjar vörur voru að lenda frá IHANNA HOME.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem margir þekkja enda einna þekktast fyrir Krumma-herðatréð sem kom fyrst á markað árið 2008. Síðan þá er mikið vatn runnið til sjávar þar sem fyrirtækið hannar og framleiðir hágæðahönnunarvörur með grafísku ívafi. Markmið þeirra er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman – sem tekst svo sannarlega vel. Í vörulínum IHANNA HOME má meðal annars finna mjúk sængurver, skrautlega púða, hlýleg ullarteppi, skrautmuni og ýmsar vörur í eldhúsið.

Nýju eldhúsvörurnar eru innblásnar af hrjóstrugu landslagi Íslands, melum og mosa. Þar er horft á fegurðina í munstrunum sem myndast með steinum og í sandinum, ásamt fallegum litum í smágerðum og harðgerðum plöntum sem þrífast með mosanum. Hér er svunta úr endingargóðri og þykkri bómull og leðri, eins er dúkur úr bómull/hör, viskastykki í tveimur litum og ofnhanski einangraður með polywadding, eins með leðurlykkju til að hengja upp. Nýju vörurnar eru fáanlegar hjá ýmsum söluaðilum hér á landi sem erlendis, en eins má skoða þær nánar á heimasíðunni HÉR.

Þessi fallegi dúkur er ein af nýjungunum frá IHANNA HOME …
Þessi fallegi dúkur er ein af nýjungunum frá IHANNA HOME og er framleiddur úr bómull/hör, í stærðinni 140 x 240 cm. Mbl.is/IHANNA HOME
Svunta með mynstrinu Melar sem framleidd er úr endingargóðri og …
Svunta með mynstrinu Melar sem framleidd er úr endingargóðri og þykkri bómull og leðri. Svuntan hentar báðum kynjum. Mbl.is/IHANNA HOME
Tauservíettur frá IHANNA HOME, framleiddar úr hör/bómull og koma tvær …
Tauservíettur frá IHANNA HOME, framleiddar úr hör/bómull og koma tvær saman í pakka. Viskastykki eru fáanleg í sama lit og munstri. Mbl.is/IHANNA HOME
Mbl.is/IHANNA HOME
mbl.is