Indverskur kjúklingaréttur sem gulltryggir helgina

Ljósmynd/Hanna Þóra

Hér er uppskrift að indverskum kjúklingarétti sem tikkar í flest box. Það sem gerir hann enn betri er að hann er ketó en auðvitað getur kolvetnafólkið fengið sér hefðbundin hrísgrjón með.

Það er Hanna Þóra sem á heiðurinn að þessari uppskrift og hún mælir með blómkálshrísgrjónum eða BareNaked hrísgrjónum.

Marinering fyrir kjúklinginn

 • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • 2/3 dós sýrður rjómi 36%
 • 2 msk. garam marsala krydd
 • 1 msk. hvítlauksduft
 • 3 tsk. paprikukrydd
Sósa
 • 1 stk. hakkaðir tómatar í dós
 • 1 msk. hvítlauksduft
 • 1 msk. garam marsalsa krydd
 • 2 tsk. paprikudrydd
 • 1/3 dós Sýrður rjómi 36%

Aðferð:

 1. Útbúið marineringuna í stórri skál með því að blanda saman sýrða rjómanum, garam masala kryddinu, hvítlauksduftinu og papriku kryddinu.
 2. Skerið kjúklinginn niður í bita og bætið útí marineringuna. Gott er að marinera kjúklinginn í að lágmarki 30 mínútur en það er gott að gera þetta tímanlega og geyma í ísskáp jafnvel yfir nótt.
 3. Steikið kjúklinginn á pönnu með olíu í 3-4 mínútur. Bætið niðursoðnu tómötunum útí ásamt kryddinu og restinni af sýrða rjómanum.
 4. Styrkleiki svona rétt er alltaf smekksatriði en það má alltaf smakka til þegar kjúklingurinn er fulleldaður.
 5. 36% sýrður rjómi er sá feitasti sem er í boði á markaðnum. Einstaklega góður og frábær í ýmsa rétti.
 6. Ég ber kjúklinginn fram með blómkálshrísgrjónum sem fást frosin í öllum helstu matvöruverslunum en best finnst mér að skella þeim í lítinn pott, látið sjóða í tvær mínútur og krydda létt með steinselju eða kóríander til að fá fallegan lit og gott bragð.
Ljósmynd/Hanna Þóra
Ljósmynd/Hanna Þóra
mbl.is