Er þetta geggjaðasta sumarbústaðareldhús allra tíma?

Ljósmynd/Anne Bråtveit fyrir Vipp

Sumarbústaðareldhús eru mikið áhugamál hjá okkur hér á matarvefnum og við rákumst á eitt slíkt í norskum kofa sem fékk okkur til að svelgjast á morgunkaffinu og súpa hveljur.

Sumarbústaðurinn sem slíkur er meistaraverk en að innan er hann dökkur og eldhúsið frá VIPP sem er einstaklega smart. Borðkrókurinn er síðan með glugga – og útsýni – sem á sér vart hliðstæðu. Hér eru umhverfisáhrifin hámörkuð og útkoman er geggjuð.

Hér er hægt að sjá bústaðinn í heild sinni en góðu fréttirnar eru að það er hægt að bóka gistingu í honum.

Ljósmynd/Anne Bråtveit fyrir Vipp
Ljósmynd/Anne Bråtveit fyrir Vipp
Ljósmynd/Anne Bråtveit fyrir Vipp
Ljósmynd/Anne Bråtveit fyrir Vipp
Ljósmynd/Anne Bråtveit fyrir Vipp
Ljósmynd/Anne Bråtveit fyrir Vipp
mbl.is