Eldhúsið hjá Swantje er hreint út sagt stórkostlegt

Hversu svalt er að vera með bláar innstungur?
Hversu svalt er að vera með bláar innstungur? Mbl.is/@swantjeundfrieda

Ef þig hefur einhvern tímann dreymt um að komast í návígi við ótrúlega fallega litríkt eldhús – þá er það þetta hérna.

Hún heitir Swantje Hinrichsen og starfar sem listrænn stjórnandi, grafískur hönnuður og litaspekúlent. Hún skapar litríkt umhverfi hvert sem hún kemur og þar á meðal á sínu eigin heimili. Hún flutti nýlega í 145 fermetra leiguíbúð í borginni Münster í Þýskalandi – þar sem öll herbergin hafa verið skreytt út frá ákveðnum þemum og sum herbergin til dæmis fengið nöfn. Hér má sjá mikið af skandinavískri hönnun frá Montana, HAY og Muuto svo eitthvað sé nefnt.

Eldhúsið hjá Swantje er hreint út sagt stórkostlegt. Hér leikur hún sér með alla litaflóruna sem tónar svona vel saman. Þeir sem vilja sjá meira af heimilinu hennar Swantje geta skoðað instagramsíðuna hennar HÉR – en hún er með 120 þúsund fylgjendur.

Þetta eldhús er sannkölluð litaparadís.
Þetta eldhús er sannkölluð litaparadís. Mbl.is/@swantjeundfrieda
Við höfum sjaldan séð gulan lit virka svona vel á …
Við höfum sjaldan séð gulan lit virka svona vel á innréttingu. Mbl.is/@swantjeundfrieda
Mbl.is/@swantjeundfrieda
Mbl.is/@swantjeundfrieda
Mbl.is/@swantjeundfrieda
Swantje Hinrichsen er listrænn hönnuður og litaspekúlent.
Swantje Hinrichsen er listrænn hönnuður og litaspekúlent. Mbl.is/@swantjeundfrieda
mbl.is