Dom­ino's frumsýnir nýja pítsu í dag

Ljósmynd/Domino´s

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar Dom­ino's setur nýja vöru á matseðilinn hjá sér – þá sérstaklega þegar um er að ræða nýja pítsu.

Hún heitir MAGMA og var kynnt til sögunnar í dag. Pítsan er sögð innblásin af eldgosinu á Reykjanesskaga enda bæði kraftmikil á bragðið og með stökkt yfirborð. Áleggstegundirnar eru ekki af verri endanum en við erum að tala um sterkt pepperóní, beikonkurl, Havarti-ost, nachos-flögur, rauðlauk, hvítlaukssósu og Sriracha-sósu sem er ný á matseðli og unnin úr ferskum chilípipar.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is