Hvernig á álpappírinn að snúa þegar grillað er?

Ljósmynd/Wikipedia.org

Þetta er mögulega mesta furðufregn síðari ára en dagsönn engu að síður en samkvæmt Leiðbeiningastöð heimilanna er mikilvægt að snúa álpappírnum rétt þegar grillað er en best sé að setja smjörpappír ofan á álpappírinn til að koma í veg fyrir að efni úr álpappírnum leysist upp í matinn.

Sé eingöngu notaður álpappír skal matta hliðin snúa út/niður.

Ljósmynd/Colourbox
mbl.is