Æðislegt eldhús í nýuppgerðri hlöðu

Ljósmynd/skjáskot

Breski innanhúsarkítektinn Kelly Hoppen eyddi megninu af síðasta ári í að gera upp gamla hlöðu þar sem hún eyðir nú miklum tíma ásamt eiginmanni sínum.

Eins og búast mátti við er útkoman hreint undurfögur en fjallað var um húsið í Elle Decor á dögunum. Eldhúsið er upp á tíu enda veit Hoppen upp á hár hvað hún er að gera.

Umfjöllun Elle Decor.

Ljósmynd/skjáskot
mbl.is