Chrissy Teigen frumsýnir nýja eldhúsið sitt

Jake Arnold ásamt Chrissy Teigen í nýja eldhúsinu.
Jake Arnold ásamt Chrissy Teigen í nýja eldhúsinu. Ljósmynd/Instagram - Chrissy Teigen

Chrissy Teigen hefur undanfarnar vikur verið að taka eldhúsið sitt í gegn og birti nú rétt í þessu mynd af því inni á Instagram.

Og við erum ekki að tala um neitt hefðbundið eldhús heldur risastóran marmaraköggul sem búið er að höggva eldhús inn í ... eða svo gott sem.

Það er innanhússhönnuðurinn Jake Arnold sem á heiðurinn af hönnuninni sem er sannarlega stórbrotin og við hlökkum til að sjá meira.

mbl.is