Mögulega bestu brauðsalöt landsins

Gamla góða hangikjötssalatið.
Gamla góða hangikjötssalatið. Mbl.is/eythorkokkur.is

Það jafnast fátt á við bragðgóð salöt með góðu brauði eða kexi. Hér eru þrjár uppskriftir að klassískum salötum sem við getum næstum fullyrt að séu með þeim betri á landinu. En það er Eyþór kokkur sem á heiðurinn að þessum hér.

Mögulega bestu brauðsalöt landsins

Rækjusalat

  • 250 gr. majones
  • 3 stk. harðsoðin egg skorin í smáa bita með eggjaskera
  • 250 gr. rækjur
  • ½ stk. sítróna, bæði börkur og safi
  • sítrónupipar
  • fínt salt

Aðferð:

  1. Hrærið allt saman í skál og smakkið til með salti.

Hangikjötssalat

  • 200 gr. hangikjöt skorið niður í litla bita
  • 1 dós grænar baunir og gulrætur
  • 3 stk. harðsoðin egg
  • 2 dósir majones (500 gr.)

Aðferð:

  1. Sigtið vökvann frá baununum og gulrótunum. Skerið eggin í smáa bita með eggjaskera og hrærið svo allt saman.
Ofsalega gott rækjusalat frá Eyþóri.
Ofsalega gott rækjusalat frá Eyþóri. Mbl.is/eythorkokkur.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert