Gulrótarkaka sem klikkar ekki

Ljósmynd/María Gomez

Það er óhætt að segja að María Gomez komi vel undan vetri en frá henni streymir hvert meistaraverkið á fætur öðru í eldhúsinu. Þessi guðdómlega gulrótarkaka er eitt þeirra en eitt er víst að hana þurfa allir að prófa. Kökuna þarf ekki að baka og til að toppa það er hún
meinholl en kakan er hlaðin hollri fitu og er mjög næringarík. Segir María að hún nálgist það að vera máltíð þar sem kakan er mjög metttandi og gefur góða seddu sem endist manni lengi.

Gulrótarkaka sem klikkar ekki

Botninn:

 • 200 gr gulrætur 
 • 300 gr MUNA döðlur 
 • 1 pakki eða 250 gr MUNA valhnetur 
 • 2 tsk vanilludropar
 • 2 tsk gróft salt 
 • 1,5 tsk MUNA kanill Ceylon 
 • 3/4 tsk engiferduft 
 • klípa af negul
 • 1/2 bolli próteinduft að eigin vali (Ég notaði MCT próteinduft frá NOW með salted caramel) 
 • 30 gr MUNA rúsínur 
 • 1 lítil dós ananas í eigin safa (hella safanum af ekki nota hann, en ef þið viljið að kakan sé þurr en ekki blaut sleppið þið alveg ananasnum)
 • 20 gr MUNA kókosmjöl

Kremið 

 • 1 pakki eða 200 gr MUNA kasjú hnetur 
 • 1 dós kókosmjólk (nota bara þykka partinn)
 • 2 msk sítrónusafi 
 • 3 msk MUNA agave síróp 
 • 1 tsk vanilludropar 
 • klípa af grófu salti 

Aðferð

Áður en þið hefjist handa þurfið þið að leggja kasjúhneturnar í bleyti í lágmark 30 mínútur í sjóðandi heitu vatni og döðlurnar líka en hafa það í sitthvorri skálinni. Á meðan er gott að setja dósina af kókosmjólkinni í kæli svo hún aðskilji sig 

Botninn 

 1. Byrjið á að setja útbleyttu döðlurnar án vatnsins í matvinnsluvél og mauka (takið svo og leggjið til hliðar)
 2. Raspið niður gulræturnar en ég setti þær líka í blandara eftir að ég raspaði þær en þið megið líka hafa þær bara raspaðar
 3. Setjið næst valhneturnar í matvinnsluvélina og malið í duft en ekki of mikið, takið úr og leggið til hliðar 
 4. Setjið nú döðlurnar, hneturnar og gulræturnar ásamt vanilludropum, salti, próteindufti og kryddum í matvinnsluvélina, ef þið ætlið að nota ananas þá setjið þið hann hér út í líka án safans 
 5. Maukið nú þar til er orðið að þykku mauki 
 6. Takið nú úr matvinsluvélinni og setjið í aðra skál og hrærið rúsínunum og kókosmjölinu saman við með sleif 
 7. Takið nú 19-24 cm smelluform og þjappið botninum í formið 

Kremið 

 1. Setjið útbleyttar kasjúhnetur í blandara (án vatnsins) ásamt sítrónusafanaum, agavesírópinu, vanillunni og saltinu 
 2. Opnið dósina af kókósmjólkinni varlega og náið öllu þykka laginu sem er ofan á og setjið með í blandarann 
 3. Setjið nú á fullan kraft og blandið þar til kremið er orðið silkimjúkt og kekkjalaust 
 4. Hellið því svo ofan á kökuna í forminu og skellið í frystir í eins og 2 klst lágmark 
 5. Takið svo kökuna úr frystir 1 klst áður en á að borða hana og skreytið hana ef þið viljið með hnetum og gulrótum og blómum þess vegna.
 6. Geymið svo í kæli það sem eftir er 
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is