Terrazzo eldhús sem við stöndum á öndinni yfir

Svo undursamlega fallegt eldhús í fölbleikum tónum og terrazzo.
Svo undursamlega fallegt eldhús í fölbleikum tónum og terrazzo. Mbl.is/Instagram_nicolas_mohoric_architecte

Mögulega er þetta draumaeldhúsið okkar – í það minnsta þar til annað kemur í ljós. Hér er draumur allra sem elska terrazzo í fölbleiku eldhúsi sem vekur eftirtekt. Það er franska arkitektafyrirtækið „Nicolas Mohoric Architecte“ sem á heiðurinn af þessu fagra eldhúsverki sem má finna í nýuppgerðu húsi frá árinu 1900. Eldhúsið stendur þar sem áður var borðstofa – en húsið fékk allsherjar yfirhalningu á skipulagi og innréttingum.

Hér má sjá mismunandi litbrigði bleika marmarans vega upp á móti hráu yfirbragði terrazzósins og skapa þannig nútímalegt eldhús með léttu andrúmslofti. Eyjan í eldhúsinu uppfyllir einnig tvöfalda virkni, sem borðplata og eldhúsborð fyrir allt að sex manns. Eins er geymsluveggur fyrir rafmagnstæki, hellluborð sem fellur inn í innréttinguna og gyllt blöndunartæki. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Þeir sem vilja kynna sér verk arkitektanna betur geta skoðað nánar HÉR.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Gyllt blöndunartæki setja punktinn yfir i-ið.
Gyllt blöndunartæki setja punktinn yfir i-ið. Mbl.is/Instagram_nicolas_mohoric_architecte
Mbl.is/Instagram_nicolas_mohoric_architecte
Teikning af eldhúsinu áður en framkvæmdir hófust.
Teikning af eldhúsinu áður en framkvæmdir hófust. Mbl.is/Instagram_nicolas_mohoric_architecte
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert