Flottustu brauðtertuskreytingar sem sést hafa

Mbl.is/Collect/PA Real Life

Ef að brauðtertufélag Erlu & Erlu fer ekki á hliðina núna þá vitum við ekki hvað. Reyndar er hér ekki um að ræða brauðtertur heldur focaccia brauð en í okkar huga gildir það einu.

Andrea er sjálflærður bakari og notar listræna hæfileika til að skreyta ótrúleg focaccia brauð sem líkjast fallegum listaverkum.

Hún heitir Andrea Hussey og er einstaklega hugmyndarík og skapandi er kemur að því að baka og skreyta focaccia, þar sem hún notar litrík hráefni á borði við radísur, rauðan og fjólubláan lauk, ristaða rauða papríku, basil, ólífur og chili. Andrea segist baka til að slaka á, rétt eins og aðrir sem draga fram pensilinn og byrja að mála, þá skreytir hún brauð og það getur tekið allt að sex klukkutíma að búa til eitt listaverk. Andrea borðar þó ekki brauðin sjálf þar sem hún er á lágkolvetnamataræði, en sonur hennar elskar brauðin - eins bakar hún focaccia og færir vinum sem gestagjöf í stað þess að mæta með blóm.

Andrea býr í einstöku húsi ásamt eiginmanni og syni í Sri Lanka - þar ræktar hún sitt eigið grænmeti og krydd og býr til karríduft frá hráefnum úr garðinum. Þar fyrir utan ræktar hún kókoshnetur, ástríðuávöxt, ananas, kanil, pipar og margt fleira en hana langar til að stofna matreiðsluskóla í framtíðinni, þar sem gestir fá þjálfun hjá matreiðslumönnum.

Ótrúlega fallega skreytt focaccia brauð.
Ótrúlega fallega skreytt focaccia brauð. Mbl.is/Collect/PA Real Life
Mbl.is/Collect/PA Real Life
Mbl.is/Collect/PA Real Life
Andrea Hussey er sjálflærður bakari sem borðar ekki brauðin sín …
Andrea Hussey er sjálflærður bakari sem borðar ekki brauðin sín sjálf. Mbl.is/Collect/PA Real Life
mbl.is