Buðu bólusettum upp á pítsu

mbl.is/

Þeir sem gerðu sér ferð niður í Laugardal í dag urðu vitni að mikilli stemningu í góða veðrinu en verið var að bólusetja með Pfizer í dag. Domino´s ákvað að bregða á leik í hádeginu og bjóða nýbólusettum upp á pítsusneið og gos með.

Yfirskriftin var „Stoltur stuðningsaðili allra sem voru í bólusetningu“ og alls runnu um 800 sneiðar ofan í mannskapinn í blíðviðrinu sem kunni vel að meta.

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is