Besta leyndarmálið fyrir gólfmottuna

Gólfmottur eru fallegar í stofurými, en það þarf líka að …
Gólfmottur eru fallegar í stofurými, en það þarf líka að hugsa vel um þær. Mbl.is/Muuto

Hér er húsráð sem þú þarft að kunna, ef þú ert með gólfmottu heima hjá þér. Eftir að hafa komið þessu leyndarmáli í rútínu verður ekki aftur snúið. 

Gólfmottur í stofunni eða borðstofunni eiga það almennt til að gleymast í þrifum. Stundum byrja þær að lykta og þá eru góð ráð dýr. En til að halda mottunni í sínu besta formi þarftu að fylgja eftirfarandi ráðum, sem eru sáraeinföld og þú munt ekki sjá eftir því.

  • Ryksugaðu mottuna þína reglulega.
  • Blandaðu saman 1 bolla af matarsóda og nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu í skál.
  • Stráðu blöndunni yfir gólfmottuna þína og láttu liggja í 30 mínútur.
  • Ryksugaðu blönduna upp og endurtaktu í helgarþrifunum.
Mbl.is/Muuto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert