Er ástæða til að hengja herðatrén öfugt?

Ljósmynd/Colourbox

Ertu með fulla stjórn á fataskápnum eða treður þú bara endalaust í hann þar til hann er við það að springa? Flest eigum við langtum meira af fötum en við nokkurn tímann þurfum.

Er fataskápurinn þinn fullur af flíkum sem þú hefur ekki notað lengi – kannski er sumt orðið of lítið eða of stórt? Það er talað um að ef þú notar ekki ákveðna flík í eitt ár komirðu aldrei til með að gera það. Og í raun er margt til í þeim frasa – og til þess að tryggja þessa „reglu“ er ákveðin aðferð því við eigum svo oft í svokölluðu „haltu mér, slepptu mér“-sambandi við pólýester sem gott er að losna undan.

Ráðið er einfalt – hengdu öll herðatrén öfugt í skápnum, og þegar þú tekur fram flík þá snýrðu viðkomandi herðatré við. Þegar árið er liðið muntu á mjög einfaldan hátt sjá hvaða flíkur þú kemur aldrei til með að nota og getur losað þig við þær fyrir pening eða gefið áfram til góðgerðarsamtaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert