Alvöru íslenskur rabarbaragrautur

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Rabarbaragrautur er einn af hornsteinum íslenskrar matarhefðar og nauðsynlegt fyrir alla að kunna að búa hann til og smakka hann minnst einu sinni á ári.

Hér erum við með dýrindis uppskrft frá Alberti Eiríkssyni sem hittir í mark eins og allt sem hann gerir.

Rabarbaragrautur

  • 1 kg rabarbari, skorinn bita
  • 200 g sykur
  • 3 dl vatn
  • 2 tsk. vanillusykur (eða rúmlega það)
  • 1/3 tsk. salt

Setjið allt í pott og sjóðið í 20 mín á vægum hita.

Takið af hitanum.

  • 1 1/2 – 2 msk. kartöflumjöl
  • 1 dl kalt vatn

Hristið eða hrærið saman kartöflumjöl og vatn, hellið saman við grautinn og hrærið í um leið.

Setjið í skál og stráið sykri yfir svo ekki myndist skán.

Berið grautinn fram heitan, volgan eða kaldan. Borðið með hálfþeyttum eða óþeyttum rjóma.

Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is