Potturinn sem er að setja Bandaríkin á hliðina

Ljósmynd/Our Place

Ef þið bjuggust ekki við að Bandaríkin færu á hliðina út af potti þá höfðuð þið sannarlega rangt fyrir ykkur því þessi pottur er formlega búinn að gera allt vitlaust.

Hann er litli bróðir Always-pönnunnar sem olli umtalsverðum usla í fyrra þegar biðlistinn eftir henni náði sögulegri lengd.

Nú hefur sama fyrirtæki kynnt pott sem kallast Perfect Pot og á, líkt og pannan, að einfalda lífið. Í pottinum getur maður soðið, bakað, steikt, gufusoðið og allt þar á milli. Hann er húðaður að innan með öruggum efnum, þolir að fara inn í ofn og gott ef það má ekki grafa hann líka. Hann er léttur og fagur og eins og búast mátti við er kominn langur biðlisti.

Hægt er að panta pottinn HÉR.

Ljósmynd/Our Place
Ljósmynd/Our Place
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert