Tekíla flaskan sem TikTok-arar eru að missa sig yfir

Draugaflaskan umtalaða sem fólk sækist eftir þessa dagana.
Draugaflaskan umtalaða sem fólk sækist eftir þessa dagana. Mbl.is/Flickr

Það er algjörlega óútreiknanlegt hvað sælkerar þessa heims (já, við tölum um heiminn í þessu tilviki) – sækjast eftir á netinu. En að þessu sinni er um hálfgerðan draugagang að ræða.

Það virðist sem tequila í draugaflösku sé það sem fólk er að leita hvað mest eftir á netinu þessi dægrin þar sem hrekkjavökuhátíðin er á næsta leiti – og þeir allra hörðustu eru nú þegar byrjaðir að skipuleggja daginn, eða réttara sagt kvöldið miðað við þessar fréttir.

Með því að fletta upp myllumerkinu #GhostTequila á TikTok, má sjá ótal notendur þar inni þræða áfengisverslanir þar ytra í leit að flösku sem þessari. Það er vörumerkið Gran Agave Reposado sem á heiðurinn af tequilanu sem einkennist af soðnu agave, kanil og sætu hunangi. Og þó að drykkurinn sjálfur þyki ekki sá besti á markaðnum, þá er það flaskan sem fólk sækist eftir. Fyrir áhugasama má nálgast flöskuna HÉR.

mbl.is/drizly.com
mbl.is