Allt um stóra fataskápamálið

Ertu búin/n að taka til í skápunum fyrir veturinn?
Ertu búin/n að taka til í skápunum fyrir veturinn? Mbl.is/marthastewart.com

Það eru eflaust einhverjir lesendur sem eru að taka til í fataskápunum þessa dagana, færa til sumarfötin fyrir þykkari peysur. En hvað er best að hengja upp og hvað ber að brjóta saman?

Það er alltaf gott að taka til í skápunum fyrir hvern ársfjórðung og losa sig við föt sem sjaldan hylja kroppinn – þetta verkefni tilheyrir víst húsverkunum. Darla DeMorrow, stofnandi HeartWork Organizing hefur tekið saman nokkra punkta um hvenær best sé að hengja flíkurnar upp á herðatré og hvenær á að brjóta þær saman. 

Hengja upp á herðatré:

 • Silki, siffon og annað fínna efni.
 • Sængurver til að losna við krumpur.
 • Buxur
 • Fínar blússur og skyrtur.
 • Jakka
 • Kjóla

Brjóta saman:

 • Þykkar peysur
 • Íþróttafatnað
 • Stuttbuxur

Hengja upp eða brjóta saman:

 • Stuttermaboli
 • Gallabuxur
 • Trefla
mbl.is