Enn eitt snilldar sítrónu-trixið

Enn eitt sítrónutrixið!
Enn eitt sítrónutrixið! mbl.is/Colourbox

Við erum alls ekkert að grínast, en hér er á ferðinni enn eitt snilldarhúsráðið sem inniheldur sítrónur og þið verðið að kunna.

Setjum okkur í stellingar, því þú þarft að muna eftir þessu súra húsráði hér – sem er alls ekkert súrt, nema þú japlir á sítrónunni. Við vitum að sítrónur skornar til helminga eru bestar til að þrífa skurðarbretti, en þær eru líka fullkomnar í uppþvottavélina. Já gott fólk, við setjum sítrónuna í uppþvottavélina og leirtauið mun koma úr vélinni með gljáa sem aldrei fyrr. Eða alveg eins og við viljum hafa það!

mbl.is