Nýtt Eitt Sett afhjúpað

Ljósmynd/Nói Síríus

Það uppljóstrars hér með hvað Nói Síríus hefur verið að bralla með Eitt Sett súkkulaðið en undanfarið hafa afar forvitnilegar auglýsingar gefið í skyn að breytingar væru í vændum.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus segir að það sé gaman að segja frá því að loksins sé Eitt Sett komið í stórt stykki.

„Stykkið samanstendur af rjómasúkkulaði og stórum lakkrísbitum sem hreinlega bráðnar í munni. Fyrr á árinu komum við með Eitt Sett í bitum og Eitt Sett páskaegg sem seldust meira en nokkur vara, sem var alveg hreint ótrúlegt. Við þurftum að endurskoða allar áætlanir, svo mikil var eftirspurnin. Í kjölfarið fórum við að skoða fleiri möguleika við ólík tilefni og út frá því komu þrjár flottar vörur til greina og þetta var ein af þeim. Því næst fórum við í að þróa hið gullkomna hlutfall milli súkkulaði og lakkrís sem að varð til þess að það var ákveðið að koma með hana á markað,“ segir Silja. 

„Við fórum af stað með markaðsherferð þar sem við lékum okkur með samsetninguna á orðinu „Eitt Sett“ þar sem við gáfum í skyn að eitthvað nýtt væri væntanlegt. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist okkur og aðdáendur Eitt Settsins orðnir spennir. Miðað við undirtektirnar stefnum við á að þetta verði vara í föstu vöruvali og er því ekki um takmarkað magn að ræða. Við byrjuðum að framleiða fyrir fimm dögum síðan og erum að safna í góðan lager til þess að geta sett vöruna í aldreifingu í verslanir um allt land á morgun, 14.09.2021.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert