Nýir ávextir úr hágæðabómull

Nýjar textílvörur frá Ferm Living fyrir krakkana. Epli og perur …
Nýjar textílvörur frá Ferm Living fyrir krakkana. Epli og perur er þar fremstar í flokki. Mbl.is/Ferm Living

Eitt vinsælasta húsbúnaðarfyrirtækið þessa dagana er FERM Living. Þeir voru að kynna nýjar vörur fyrir litlu krílin; litríka ávexti úr hágæðabómull.

Litlu krakkaormarnir okkar eiga allt það besta skilið – þar á meðal mjúkar textílvörur sem eru formaðar eins og ávextir. FERM kynnti á dögunum nýja púða og teppi sem krakkarnir munu elska – og allt framleitt úr 100% lífrænni GOTS-vottaðri bómull. Eins er bólstrunin í teppinu og púðunum úr endurunnu pólýester.

Það eru akkúrat vörur sem þessar sem hleypa ímyndunaraflinu af stað og hvað er betra en virkja það hjá barninu með ávöxtum?

Ofsalega „kjút“ púðar.
Ofsalega „kjút“ púðar. Mbl.is/Ferm Living
Mbl.is/Ferm Living
mbl.is