Trylltur karamellubiti í hollari kantinum

Muna fjölskyldan stækkar hratt þessa dagana en enn ein nýjungin leit dagsins ljós í vikunni.

Um er að ræða lífrænan Karamellubita sem ætti að gleðja þá sem kjósa að dekra bragðlaukana með smá sætu með kaffinu. Bitinn er mjúkur undir tönn og umfram allt hollari valkostur en margt annað sem hendi er næst þegar þörfin fyrir sætindi ber að garði.

Fyrir eru í vörulínu Muna tveir afar vinsælir bitar; Kókosbiti sem og Hnetubiti og er því óhætt að segja að allt er þegar að þrennt er og að allir ættu að finna bita við sitt hæfi.

Bitana má nota til þess að toppa grautinn, skreyta morgunverðaskálina nú eða nota í baksturinn eða hvað annað sem sælkerum og smekk fólki dettur í hug.

Bitinn er væntanlegur í verslanir strax eftir helgi. Fleiri spennandi nýjunga má svo vænta frá Muna á næstunni.

mbl.is