Svona opnar þú vínflösku án upptakara

Við látum ekki góða flösku fara til spillis þó að …
Við látum ekki góða flösku fara til spillis þó að okkur vanti tappatogara. mbl.is/

Kósíheit og góðar stundir með okkar uppáhaldsfólki eru gæðastundir sem við teljum ómissandi. En þegar við stöndum frammi fyrir því að vera ekki með tappatogara í veskinu – hvað þá? Hér er einföld aðferð til að opna vínflösku sem bjargar þér á stundum sem þessari.

Við gætum verið stödd á ónefndum stað með úrvalsvínflösku við hönd sem við ætlum að skenkja í glös og skála. En þegar tappatogarann vantar þá er til sáraeinföld aðferð sem leysir þennan vanda. Þú einfaldlega dregur fram kveikjara og hitar flöskustútinn sem mun skjóta tappanum upp og veislan getur haldið áfram. Skál!

Ef þú hitar flöskuhálsinn með kveikjara, þá poppast tappinn upp …
Ef þú hitar flöskuhálsinn með kveikjara, þá poppast tappinn upp úr. Mbl.is/TikTok_Ramin2025
mbl.is