Vinsæl kaffikanna í nýjum lit

Nýr litur á vinsælli vörulínu frá Stelton.
Nýr litur á vinsælli vörulínu frá Stelton. mbl.is/Stelton

Hin margverðlaunaða vörulína „Emma“ frá Stelton – er nú fáanleg í vinsælum lit sem margir fagurkerar hafa tileinkað sér í húsbúnaði og húsgögnum.

Vörulínan er þekkt fyrir hreinar línur og nýstárlegt efnisval, þar sem stál, steinn og tré er notað í einni og sömu vörunni. Hér sjáum við stílhreina norræna hönnun í tekötlum, kaffikönnum, bollum og hraðsuðukatli sem nú er fáanlegt í vinsælasta lit ársins – eða með sandlituðu yfirborði. Nýju vörurnar smellpassa inn í skandinavísk eldhús, þá bæði í ljósum og dökkum tónum.

mbl.is/Stelton
mbl.is