Tebollur sem fullkomna sunnudaginn

Ofsalega góðar bollur sem eru fullkomnar til að baka um …
Ofsalega góðar bollur sem eru fullkomnar til að baka um helgina. Mbl.is/©Cakenhagen

Hvernig væri að fullkomna helgina með nýbökuðum tebollum sem þessum. Við getum nánast fullyrt að allir á heimilinu munu elska þær – því bollurnar eru æðislegar.

Tebollur sem fullkomna sunnudaginn (25 bollur)

 • 125 g smjör
 • 2 dl mjólk
 • 50 g ger
 • 3 egg
 • 3 msk. sykur
 • Salt á hnífsoddi
 • 950 g hveiti

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið og blandið saman við mjólkina. Bætið eggi og sykri saman við og leysið því næst gerið upp í blöndunni.
 2. Bætið hveiti saman við og hnoðið í sirka átta mínútur. Látið deigið hvíla undir viskastykki í 20 mínútur.
 3. Skiptið deiginu upp og hnoðið í bollur (sirka 50 g hver bolla). Leggið bollurnar á bökunarpappír á bökunarplötu og látið hefast þar til þær hafa tvöfaldað sig.
 4. Penslið með eggi og bakið við 180° í átta mínútur. Berið fram með smjöri.

Uppskriftin er fengin frá: Cakenhagen

mbl.is