Besta leiðin til að þrífa blandarann

mbl.is/

Mörgum þykir afspyrnu leiðinlegt að þrífa blandarann og við skiljum það alveg. Þetta ráð er hins vegar margreynt og algjörlega skothelt.

  • Skolið könnuna.
  • Setjið síðan volgt vatn í hana – nokkra desilítra – og nokkra dropa af uppþvottalegi. Lokið könnunni og setjið í gang. Látið blandast í nokkrar sekúndur.
  • Hellið vatninu úr og skolið könnuna, sem á að vera orðin tandurhrein.
mbl.is