Súkkulaðihúðuðu piparkökurnar sem kláruðust í fyrra komnar aftur

Munið þið eftir því í fyrra þegar súkkulaðihjúpuðu piparkökurnar komu á markað og kláruðust? Víða lá við uppþoti og margir voru afar æstir yfir þessu öllu.

Piparkökurnar slógu heldur betur í gegn og nú færum við ykkur þau gleðitíðindi að þær eru komnar aftur í verslanir.

Við biðjum fólk að fara varlega. Aðventan er mikill álagstími og því nauðsynlegt að draga andann og auka ekki á streituna!

mbl.is