Anna Marta velur vikumatseðilinn

Anna Marta líkamsræktar- og matarþjálfari velur matseðil vikunnar að þessu …
Anna Marta líkamsræktar- og matarþjálfari velur matseðil vikunnar að þessu sinni. mbl.is/Anna Marta

Líkamsræktar- og matarþjálfarinn Anna Marta velur matseðilinn þessa vikuna, en matseðillinn er með betra móti eins og sjá má hér fyrir neðan.

Hvað ertu að fást við þessa dagana?
„Ég þjálfa á netinu í gegnum Facebook, fjórum sinnum í viku.  Ef fólk getur ekki nýtt sér tímann þá getur það tekið hann þegar því hentar, því allir tímar eru geymdir undir lokuðu svæði sem hópurinn minn hefur aðgang að. Covid kenndi mörgum að æfa heima hjá sér eða einfaldlega að æfa á þeim stað sem það er á. Að mæta í líkamsræktarstöð tekur tíma og fólki finnst mikill tímasparnaður að nýta sér þjálfunina á Facebook. Upplifun flestra í þessari þjálfun er mjög jákvæð því henni fylgir mikill sveigjanleiki. Rétt eins og í venjulegum tíma, er það með þjálfara sem hvetur og leiðbeinir og ég legg mig fram við að eiga samskipti við fólkið mitt milli tíma“, segir Anna Marta.

Anna Marta starfar sem matarþjálfi og er með einfalda leið fyrir flesta til að ná árangri með fjögurra vikna persónulegri og markvissri matarþjálfun. „Ég leiðbeini fólki að bæta lífsgæði sín með góðri næringu. Matarþjálfun mín byggir á því að gefa endurgjöf á þá næringu sem fólk er að borða hverju sinni. Fólk sendir mér mynd af sinni næringu og ég veiti endurgjöf á hverja einustu máltið um það hvernig megi bæta samsetninguna næringar. Einnig leiðbeini ég fólki með tilfinninguna um næringu  og að vera meðvitað um næringu sína. Það er gefandi að hjálpa fólki að komast inn þá braut í lífinu þar sem fólki líður hvað best og í minni þjálfun eru engin boð eða bönn. Ég leiðbeini einfaldlega fólki í að næra sig fallega með vel samsettri máltíð - og einnig  hlusta á þarfir líkamans þegar kemur að mat og hreyfingu”, segir Anna Marta.

Seinni hluta ársins 2020 hóf Anna Marta sölu á vörum undir eigin nafni og hafa viðtökurnar verið vonum framar. Um er að ræða pestó og döðlumauk, en þess má geta að engin aukaefni eru að finna í vörunum hennar. „Síðasta ár hefur verið skemmtilegt og þetta ár verður ekki síðra, enda nýjar vörur á leið á markað. En vörurnar mínar fást í Krónunni, Hagkaup, Fiskkompaníinu, Fiskikónginum, Veganbúðinni, Fjarðarkaupum og Nettó”, segir Anna Marta að lokum.

Mánudagur
Við hér heima elskum þennan fiskrétt. Virkilega einfaldur og bragðmikill fiskréttur.

Þriðjudagur
Mér finnst gott að vinna mér í haginn með að elda meira til dæmis af kjúkling. Þessi réttur er algjör snilld til þess. Gerir tvöfalt af öllu. Það sem er gott við svona uppskrift er að maður getur einfaldlega nýtt það sem maður á í ísskápnum af grænmeti. Einnig getur maður leikið sér  með krydd. 

Miðvikudagur
Prótein pizzan hennar Helgu Möggu eru algjör snilld. Ég skipti út skyri og set gríska í staðinn.  Hér nýti ég afganga af kjúklingaréttinum frá þriðjudeginum. Nýti svo mínar vörur Pestó og Döðlumauk í stað pizzasósu.  Virkilega gott kombó.

Fimmtudagur
Ég elska lax. Auðveldur og bragðmikill réttur. Ef það verður afgangur af laxinum, þá nýti ég hann í gott salat.

Föstudagur
Tjúllað salat sem gleður augað og er virkilega bragðgott

Laugardagur
Get endalaust mælt með þessum rétti. Virkilega bragðgóður og algjör dásemd fyrir bragðlaukana.

Sunnudagur
Ég er algjör súpu kona. Hér er uppskrift af bragðgóðri og léttri kjúklingasúpu.

mbl.is