Omnom með splunkunýjan ísrétt í sölu

Það er kominn nýr ísréttur á seðilinn hjá Omnom og hann ber að smakka. Um er að ræða ís sem á sér nokkuð merkilega sögu og ekki spillir konfektmolinn á toppnum fyrir.

„Fyrir fimm árum síðan gerðum við hesilhnetu jólasúkkulaði þar sem íkorninn kom til sögu. Okkur þykir mjög vænt um þetta súkkulaði og langaði alltaf að bjóða upp á það aftur. Við erum því rosalega ánægð að koma með það aftur en núna sem ísrétt,“ segir Kjartan Gíslason, súkkulaðimeistari Omnom.

„Við gerðum heslihnetu-súkkulaðismjör sem minnir soldið á Nutella nema aðeins betra og stráum svo yfir mulning úr dökku og mjólkur súkkulaði, búið til úr kakóbaunum frá Tanzaníu. Toppurinn er svo handgerður konfektmoli fylltur með karamellu og heslihnetukremi og ristaðri heslihnetu.“

„Bragðgóður ísréttur sem bætist við ævintýralega úrvalið í ísbúðinni okkar.“

mbl.is