Selur bakkelsi úr gömlum símaklefa

Samlokustaður í símaklefa var að opna í London.
Samlokustaður í símaklefa var að opna í London. mbl.is/Magdalena Konopka/TNG / Instagram/pinkadella_

Hér gætum við verið að sjá minnstu focaccia búð í heimi ef marka má þessa nýju litlu verslun sem selur kaffi og bakkelsi úr gömlum símaklefa.

Ítalinn Gabriele Contenta, hefur opnað matsölu að breskum sið í Norður-London, þar sem hann býr ásamt kærustu sinni. Sjálfur kemur hann úr fjölskyldu sem hefur verið í veitingabransanum til margra ára, svo hann kann réttu handtökin er kemur að því að matreiða og þjóna. Staðurinn kallast Pinkadella og býður upp á hvítar focaccia samlokur með úrvali af fyllingum – þar á meðal ítölskum pylsum, pestó, sólþurrkuðum tómötum og burrata. Gabriele hugsar stórt og sér fyrir sér að opna fleiri staði í símaklefum víðsvegar um borgina. Og þeir sem eru á ferðalagi á breskri grundu, og hafa hug á að prófa staðinn, þá má finna Pinkadella á 40 Rosslyn Hill, London NW3 1NL.

mbl.is/Magdalena Konopka/TNG
mbl.is/Pinkadella_
mbl.is