Fékk pastaréttinn að láni hjá Jamie Oliver

Pastaréttur sem slær alltaf í gegn.
Pastaréttur sem slær alltaf í gegn. mbl.is/Hjá Höllu

Veitingahúsaeigandinn Halla María „Hjá Höllu“ – elskar einfalda og góða rétti og færir okkur þennan pastarétt sem allir ættu að geta galdrað fram á augabragði.

„Fyrir nokkrum árum horfði á ég þátt með Jamie Oliver og var hann að gera einfaldasta pasta sem ég hef séð. En einfalt er alltaf best! Þessi uppskrift er svo búin að fara í nokkra hringi hjá mér í gegnum tíðina og er þetta eitthvað sem ég á alltaf í og get reddað mér hvenær sem er þegar ég nenni ómögulega að hugsa hvað á að vera í matinn“, segir Halla María.

Halla fékk pastaréttinn að láni hjá Jamie Oliver

 • 1/2 dl góð ólífuolía
 • 2 hvítlauksgeirar
 • Rautt chilli (hér þarf hver og einn að ákveða hversu mikið chilli - ég nota lágmark eitt stykki með öllu í)
 • 100 g ferskt basil
 • 1 dós tómatar í dós, diced
 • Salt og pipar
 • Parmesan
 • Gott pasta, sjóða eftir leiðbeiningum (misjafnt hvað ég nota. en það er líka gott að nota ravioli ef það er til)

Aðferð:

 1. Saxið hvítlauk, chilli og basil smátt, hellið olíu á pönnu og látið hitna vel. Hellið því næst hvítlauk og chilli á pönnuna þannig að það braki í því.
 2. Strax eftir það, helmingnum af basilinu og tómötum í dós. Látið suðuna koma upp og slökkið undir. Saltið og piprið.
 3. Þegar pastað er klárt er því helt á fallegt fat og sósan sett yfir.
 4. Berið fram með ferskum parmesan, ólífuolíu, salti og pipar og ekki versnar þetta ef það er kalt hvítvín með.
mbl.is
Loka