Engin orð geta lýst búrskáp Khloe Kardashian

Khloe Kardashian og búrskápurinn góði.
Khloe Kardashian og búrskápurinn góði. Ljósmynd/samsett

Það eru nákvæmlega engin orð sem geta líst því hvernig búrskápur Khloe Kardashian lítur út. Það kemur ýmislegt upp í hugann en til að súmma þetta upp þá er þetta búrskápur sem margir myndu fórna ýmsu fyrir.

Að því sögðu þá gerum við okkur grein fyrir að búið er að taka til fyrir myndatökuna því ólíklegt er að Khloe eða starfsfólk hennar dundi sér við að raða kexi í krukkur en maður veit þó aldrei.

Endalaust hillupláss, upplýstar hillur, skúffur og skipulag. Einhver myndi kalla þetta blautan draum og við erum býsna nálægt því.

Khloe birti myndirnar á vefsíðu systur sinnar, Kourtney, sem kallast Poosh og geymir ýmis sniðug Kardashian trix en ljóst er að Khloe hefur tekið til hendinni frá því hún sýndi okkur síðast inn í búrskápinn sinn.

Ljósmynd/Poosh
Ljósmynd/Poosh
Ljósmynd/Poosh
Ljósmynd/Poosh
Ljósmynd/Poosh
Ljósmynd/Poosh
mbl.is