Svona djúphreinsar þú viskustykki

Viskastykki eru ómissandi í eldhúsið.
Viskastykki eru ómissandi í eldhúsið. mbl.is/Getty Images

Það er eflaust enginn textíll á heimilinu sem fær að finna jafn mikið fyrir því eins og viskustykki og tuskur. En viskustykkin enda oft á því að verða ansi skítug við matargerð, þar sem við notum þau sem hálfgerð handklæði. Hér er ráð hvernig best sé að djúphreinsa viskastykkin til að losna við lykt og bletti.

Svona djúphreinsar þú viskastykki

  • Sjóðið tvo bolla af vatni og hellið í stóra skál.
  • Setjið einn bolla af ediki saman við.
  • Hellið tveimur teskeiðum af uppþvottalögi út í blönduna.
  • Látið viskustykkið liggja í bleyti í 1 klukkustund.
  • Þvoið samkvæmt leiðbeiningum í þvottavél með einum bolla af natron.
  • Viskustykkið á nú að vera laust við alla lykt og bletti.
View this post on Instagram

A post shared by Matur á MBL (@matur.a.mbl)

mbl.is

Bloggað um fréttina