Þykir bæði ósvífinn og siðlaus

Salt Bae
Salt Bae mbl.is/

Salt Bae hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarna mánuði vegna verðlagningar á steikhúsi sínu í London.

En það er ekki það eina. Nú komst hann í fréttirnar í Bandaríkjunum þar sem hann vann dómsmál sem starfsfólk á steikhúsi hans í Miami hafði höfðað gegn honum.

Vildi starfsfólkið meina að ólöglegt væri að rukka sérstakt þjónustugjald sem væri ekki þjórfé heldur hluti af laununum.

Til að útskýra málið nánar þá borga veitingastaðir í Bandaríkjunum alla jafna lágmarkslaun. Starfsfólkið reynir síðan að hýfa launin upp með þjórfé frá viðskiptavinum.

Veitingahús hafa hins vegar mörg hver nýtt sér þessa reglu til að hlunnfara starfsfólk sitt og leggur þjónustugjald ofan á verðið sem er ekki þjórfé heldur reiknað inn í lágmarkslaunin. Með þessu er veitingastaðurinn að leika óskemmtilegan leik sem veldur því að þjórféð lækkar - þar sem viðskiptavinurinn heldur að þjónustugjaldið sé það sama og þjórfé.

Því græðir veitingastaðurinn en starfsfólkið tapar umtalsverðu fé.

Því var höfðað mál gegn Salt Bae en nýlega féll úrskurður þar sem honum var dæmdur sigur. Sem þýðir að þetta er löglegur gjörningur þótt siðlaus og ósvífinn sé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert