Ómótstæðilega ostapítsan sem Linda elskar

Ljósmynd/Linda Ben
„Það er nánast orðið eins og að drekka vatn fyrir mér að smella í þessa pizzu og er hún löngu orðin fræg hjá fjölskyldu og vinum sem fá reglulega boð í pizzaveislur til okkar um helgar,“ segir Linda Ben um þessa pítsu sem hún segist gera um nánast hverja helgi.

„Svo hér er hún komin loksins, ómótstæðilega ostapizzan , gjöriði svo vel!"

Ómótstæðileg ostapizza

  • Pizzadeig
  • Hvítlauksolía
  • Rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum
  • Hvítlauks kryddostur frá Örnu Mjólkurvörum
  • Brie
  • Bláberja eða rifsberjasulta (bæði mjög gott, veldu það sem þú ert í stuði fyrir eða átt til heima)

Aðferð:

  1. Kveikið á pizzaofninum, ef notaður er venjulegur bakaraofn þá stilliru á 220°C og undir+yfir hita.
  2. Fletjið út pizzadeigið og smyrjið hvítlauksolíunni á botninn.
  3. Setjið rifinn mozzarella yfir (aðeins minna magn en ef þú værir að fara setja “venjulegt” (ekki osta) álegg á. Rífið helmigninn af hvítlauks kryddostinum niður og dreifið yfir.
  4. Skerið brie í sneiðar og dreifið yfir.
  5. Bakið inn í ofni þar til kantanir eru byrjaðir að brúnast og osturinn orðinn gullinn.
  6. Berið fram með sultu.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert