Fela ísskápinn með óvenjulegum hætti

Einfalt en ógurlega smart eldhús frá eldhúsframleiðandanum Reform.
Einfalt en ógurlega smart eldhús frá eldhúsframleiðandanum Reform. Mbl.is/©REFORM

Við elskum að skoða fallegar eldhúsinnréttingar og þessi hér er klassísk og einstaklega vel útfærð.

Í þessu eldhúsi sem við heimsækjum í dag, eru enga efri skápa að finna. Þess í stað er búið að skipta út hefðbundnum háum ísskáp fyrir tvo minni sem eru innfelldir í innréttinguna og með öllu ósýnilegir. Fyrir vikið helst heildarútlit innréttingarinnar stílhreint. Frontarnir á innréttingunni eru FRAME frá eldhúsframleiðandanum Reform, en eru hannaðir af hinum þekktu Note Design Studio.

Keramík, tré og mjúkur textíll skapar stemninguna í þessu eldhúsi, og gylltu hnapparnir sem handgrip á skápahurðunum setja svo punktinn yfir i-ið.

Mbl.is/©REFORM
Mbl.is/©REFORM
Mbl.is/©REFORM
Mbl.is/©REFORM
mbl.is