Hollustuskálin sem bragðast eins og sælgæti

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Fyrir sykurhneigða er þessi skál hreinasta unun því bæði bragðast hún eins og súkkulaði og er meinholl. Betra verður það vart en toppurinn setur síðan punktinn yfir i-ið.

Súkkulaði-skyrskál

Uppskrift dugar í 2-3 skyrskálar eftir stærð

  • 500 g vanilluskyr
  • 2 frosnir bananar (sneiðar)
  • 3 msk. hnetusmjör
  • 50 g Til hamingju-möndlur
  • 1 msk. bökunarkakó

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í blandara og blandið þar til þykk samfelld súkkulaðiblanda hefur myndast, skafið niður á milli.
  2. Skiptið blöndunni niður í skálar og toppið með granóla, kókosflögum og súkkulaði.

Toppur

  • Til hamingju-granóla
  • ristaðar kókosflögur
  • saxað dökkt súkkulaði
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »