Helstu mistökun sem við gerum við þrifin

mbl.is/Colourbox

Við vitum öll að ryk sest jafnóðum niður á hillurnar eftir að hafa þurrkað af, eða svona hér um bil. Hér eru nokkur góð ráð hvað ryk varðar og helstu mistökin sem við gerum er við þurrkum af.

Þurrkum of sjaldan af
Við ættum að þurrka af í það minnsta einu sinn í viku, til að viðhalda heimilinu hreinu í staðinn fyrir að gera alltaf hreint. Það munu allir þakka þér fyrir það, heimilisfólkið, húsgögnin og ekki síst plönturnar. Gott er að taka frá tíma í hverri viku og reyna halda sig við planið.

Þurrka af eða ryksuga – hvort kemur á undan?
Best er að byrja á því að þurrka af, og þá frá toppi til táar og færa sig svo út í að ryksuga.

Ryk í vefnaði
Flest okkar gleymum því að púðar, dýnur, sófinn og teppi safna í sig hellings ryki sem flýtur um í loftinu. Þvoðu utan af púðaverum, ryksugaðu sófann og bankaðu á mottuna utandyra.

Ryk á plöntum
Það safnast líka ryk á grænblöðungana okkar heima, sérstaklega á þær plöntur sem eru með breiðum blöðum. Og þegar slíkt gerist, getur það reynst plöntunni erfiðara að draga í sig sólkskinið sem hún hefur þörf fyrir. Þurrkið því varlega af blöðunum með mjúkum klút.

Ryksugupokinn
Eitt af stærstu mistökunum í þrifum, er að gleyma að skipta reglulega út ryksugupokanum. Og þegar ryksugan nær ekki að sjúga meira í pokann, þá endar þú með að dreifa rykinu enn frekar út um allt hús en ella.

mbl.is