Borðstofustólar sem enginn getur staðist

Gullfallegir borðstofustólar frá &tradition.
Gullfallegir borðstofustólar frá &tradition. Mbl.is/&tradition

Leitin að hinum fullkomnu borðstofustólum er mögulega á enda, því þessir hér tikka nánast í öll boxin.

Stólarnir In Between, er hönnun eftir Sami Kallio fyrir danska húsgagnaframleiðandann &Tradition, sem eru þekktir fyrir hágæða og yfirburða smart hönnun. Stólarnir eru innblásnir af skandinavískri arfleifð hönnunar og húsgagnarhandverks, þar sem stílhreinar línur eru einkennandi í tímalausri stólahönnun. Hægt er að velja á milli ýmissa viðartegunda sem og hliðarborða og hærri sætiskosta – þá er úrvalið og möguleikarnir endalausir.

Mbl.is/&tradition
Mbl.is/&tradition
mbl.is