Svona getur þú nýtt appelsínubörkinn

Ljósmynd/Colourbox

Næst þegar þú skrælir appelsínu eða sítrónu, skaltu ekki henda berkinum út því hann getur komið að góðu gagni við þetta hér.

Sítrusávextir hafa löngu þótt góðir í allskyns þrif og börkurinn er þar enginn undantekning. Taktu börkinn af appelsínu eða sítrónu og settu í spreybrúsa. Bættu ediki saman við og jafnvel rósmaríngrein og fylltu upp með vatni. Þá ertu komin með fullkomna blöndu í eldhúsið og ekki síður í heimilisþrifin þar sem þú fyllir heimilið af góðum angan.

mbl.is