Hægindastóll sérhannaður fyrir fagurkera

Það gleður okkur mikið að sjá þegar framleiðendur taka skrefið lengra eins og í þessu tilviki, og sérhanna viskí fyrir nýjan stól – sem þó er gömul hönnun en í nýrri útgáfu.

Hér um ræðir hægindastól er kallast ‚The Whisky Chair‘ og var hannaður af meistara Finn Juhl árið 1948. Tímamótaverk sem nú loksins var sett í framleiðslu og táknar svo sannarlega tímann er hann var fyrst skapaður og þykir að ákveðnu leiti ögrandi. Hægri armpúði stólsins fellur varlega út til hliðar þar sem hálfmánalaga koparbakka er að finna. Hægt er að fella bakkann út í heilan hring þar sem myndast gat fyrir glas og hendina til að hvíla á.

Stóllinn er framleiddur úr amerískri hnotu af bestu gæðum og bólstraður með leðri eða textíl – ásamt koparfótum. Fyrstu 250 stólarnir eru númeraðir og með þeim fylgir sérhannað viskíglas og viskíflaska með móreyktu maltviskíi frá margverðlaunuðu eimingarversksmiðjunni Stauning Whisky. Hér er án efa á ferðinni stóll fyrir vandlátan fagurkerann sem kann gott að meta.

Viskístóllinn er glæsilegur hægindastóll!
Viskístóllinn er glæsilegur hægindastóll! Mbl.is/House of Finn Juhl
Mbl.is/House of Finn Juhl
Mbl.is/House of Finn Juhl
Mbl.is/House of Finn Juhl
mbl.is