Rice Krispies nammiterta með piparkúlum, Nóakroppi og lakkrískremi

Ljósmynd/Valla

„Þessi kaka er ein sú rosalegasta í seinni tíð!“ segir matarspekúlantinn og bloggari inn á GRGS.is um þessa köku og við tökum heishugar undir.

„Piparkúlurnar frá Nóa gegna hér veigamiklu hlutverki með Rice krispies morgunkorni en að viðbættum rjóma, Nóa kroppi og lakkrískremi verður þetta algjör bomba. Þessa þarf ekki að baka frekar en flestar Rice krispies kökur og er því fljótleg og þægileg. Hún passar sérlega vel á veisluborðið eða í saumaklúbbinn.“

Rice Krispies nammiterta með piparkúlum, Nóakroppi og lakkrískremi

  • 100 g smjör
  • 100 g suðusúkkulaði frá Nóa Siríus
  • 150 g Piparkúlur frá Nóa Siríus
  • 4 msk. sírópið í grænu dósunum
  • 200 g Rice Krispies
  • 1 peli rjómi ofan á
  • Nóa kropp eftir smekk

Piparkúlukrem

  • 150 g Piparkúlur frá Nóa Siríus
  • 50 ml rjómi
  • 20 g smjör

Bræðið saman í potti og látið kólna aðeins.

Leiðbeiningar

Bræðið smjör, suðusúkkulaði, piparkúlur og síróp saman í potti þar til allt er orðið samlagað og bráðið.

Setjið Rice krispies í skál og hellið blöndunni yfir og blandið saman með sleikju. Klæðið 20-22cm smelluform með bökunarpappír og þrýstið blöndunni í formið. Kælið vel.

Þeytið rjómann og setjið á kaldan botninn. Dreifið kreminu yfir og stráið Nóa kroppi yfir eftir smekk

Ljósmynd/Valla
mbl.is