Einn frægasti stóll heims í nýrri útgáfu

Við fáum fregnar af því að einn fallegasti borðstofustóll síðari ára, sé nú fáanlegur í nýrri útgáfu sem margir eiga eftir að heillast af.

Carl Hansen Son kynntu nú á dögunum stólinn CH24 eða Wishbone stólinn í tekki og borðið CH327 í blöndu af olíuðu tekki og eik – efni sem hönnuðurinn Hans J. Wegner notaði oft á 5. og 6. áratugnum. Eftir því sem kröfurnar urðu meiri á sínum tíma, þá minnkaði notkun á tekki og norrænar viðartegundir tóku yfirhöndina – t.d. eik og beyki. Í dag hefur þó tekk-skógrækt tekið miklum breytingum og er í dag FSC-vottað, upprunnið úr skógum sem eru nytjaðir á ábyrgan hátt. Tekk þykir frekar líflegt ásjónu og tekur litabreytingum með tímanum.

Hans J. Wegner var talinn einn mest skapandi, nýstárlegasti og afkastamesti hönnuður Dana. Hann var oft kallaður meistari stólsins, þar sem hann hannaði yfir 500 stóla á lífsleiðinni og hefur Wishbone stóllinn verið í stöðugri framleiðslu síðan 1950.

mbl.is
Loka