Þráðlausa græjan sem fólk hefur beðið eftir

Þráðlaus töfrasproti er nú loksins fáanlegur frá Bamix.
Þráðlaus töfrasproti er nú loksins fáanlegur frá Bamix. mbl.is/Bamix

Við elskum nýjungar sem auðvelda okkur lífið í eldhúsinu og þessi hér er ein af þeim. Þráðlaus töfrasproti sem fólk hefur beðið eftir, er nú loksins fáanlegur frá Bamix.

Þráðlausi, fyrirferðalitli en jafnframt kraftmikli töfrasprotinn frá Bamix er nýjung sem veitir þér fordæmalausan sveigjanleika í eldhúsinu. Með sprotanum má jafna, hakka, þeyta, hræra, mauka og mala ávexti, grænmeti, kjöt, ís og ýmsa vökva. Sprotinn er vatnsþéttur að hluta og geymir tvær hraðastillingar, annars vegar 8000 rpm (snúningar á mínútu) og hins vegar 14000 rpm. Í PRO-sprotanum er einnig svokölluð 'booster' stilling, en með henni nærðu allt að 15500 rpm. Rafhlaðan endist í 20 mínútur og hægt er að beita sprotanum samfleytt í allt að 3 mínútur. Töfrasprotanum fylgir jafnframt hnífur, skífa og hræra. 

Bamix töfrasprotarnir hafa ekki breyst mikið síðustu 60 árin. Þeir voru fyrstu matvinnsluvélar sinnar tegundar árið 1954, þegar framleiðslan hófst í Sviss - en sprotarnir eru enn framleiddir þar í landi. Þessa ómissandi græju má finna í verslunininni Kokku

mbl.is/Bamix
mbl.is/Bamix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert