Einstakt eldhús þar sem hvítur er í aðalhlutverki

Hvitt og stór glæsilegt eldhús.
Hvitt og stór glæsilegt eldhús. mbl.is/Est Living

Þegar hvítt eldhús hefur toppað sig, þá lítur það nokkurn vegin svona út. Við rákumst á þetta gullfallega eldhús hjá Est Living, en það er Darren Jones Interiors sem á heiðurinn að útkomunni. 

Þetta eldhús býr yfir miklum sjarma – með bogadregnar línur og lista á innréttingunni sem setja sinn svip á rýmið. Innréttingin er að mestu skjannahvít, en eins eru viðarskápar sem gefa hlýja tóna. Ljósgrár marmari er á einum veggnum með innbyggðri viftu – ásamt hvítum múrsteini sem gefa þennan einstaka karakter. Meira segja vaskurinn og kraninn er hvítur og falla einstaklega vel inn í heildarútlitið. 

mbl.is/Est Living
mbl.is/Est Living
mbl.is/Est Living
mbl.is