TikTok þrifblandan sem toppar flest

Til er sú þrifblanda sem þykir vera sú besta í faginu er kemur að því að þvo skítug gólfin heima fyrir. En hver er uppskriftin er eflaust einhver sem spyr? Jú, það er þrifdrottningin og skipulagsexpertinn Carolina á TikTok sem kennir okkur öll trixin í bókinni hér.

Besta þrifblandan fyrir gólfið

  • Heitt vatn í fötu.
  • 1 bolli edik.
  • 1 tsk. uppþvottalögur
  • 20 dropar ilmkjarnaolía

Eins mælir Carolina að vinda vel upp á tuskuna og ekki verra að vera með tvískipt hólf í skúringafötunni. 

Ljósmynd/Colourbox
mbl.is