Kjúklingurinn sem er ekki hægt að klúðra

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Við elskum svona rétti sem hægt er að henda inn í ofn og svo eru þeir bara tilbúinir! Einfaldleikinn í sinni fullkomnustu mynd. Hér gefur að líta uppskrif frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is og ef þið skrollið niður þá sjáið þið myndband sem hún gerði og segir allt sem segja þarf.

„Það kemur mikið og gott soð í botninn á pottinum og vel hægt að nota það algjörlega í stað sósu en ég lauma engu að síður með hingað einfaldri kjúklingasósu fyrir þá sem kjósa það heldur,“ segir Berglind og við segjum bara takk fyrir!

Marineraður kjúklingur í potti

Fyrir 3-4 manns

Kjúklingur í potti uppskrift

 • 1 stk. marineraður heill kjúklingur frá Ali
 • Um 300 g litlar kartöflur/stærri skornar til helminga
 • Um 450 g sætkaröflur í sneiðum
 • 1 ½ rauðlaukur í sneiðum
 • Um 200 g rósakál
 • 3 heilir hvítlaukar
 • ½ sítróna
 • Kjúklingasósa (sjá uppskrift að neðan)
 • Ólífuolía
 • 2 msk. hvítlauksblanda (krydd)

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Setjið allt grænmetið í steikarpott, hellið ólífuolíu og hvítlauksblöndu yfir og blandið saman.
 3. Búið til smá pláss í miðjunni fyrir kjúklinginn, leggið hann þar ofan í og eldið með lokið á í 75 mínútur, takið lokið þá af og eldið í 15 mínútur í viðbót.
 4. Gott soð myndast í botninum á pottinum sem hægt er að nota í stað sósu en ef þið kjósið brúna kjúklingasósu í staðinn má útbúa hana á meðan kjúklingurinn eldast.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is