Svona er eldhúsið hjá Hailey Bieber

Hailey Bieber
Hailey Bieber AFP

Áhugafólk um eldhús veit fátt skemmtilegra en að fá gægjast inn í eldhús annarra – sérstaklega í húsum þar sem ekkert hefur verið til sparað og mikið lagt upp úr hönnun.

Hailey Bieber heldur úti afar öflugri youtuberás þar sem hún er með alls konar þætti í gangi. Sá nýjasti er matreiðsluþáttur og í fyrsta þættinum sýndi hún hvernig hún útbýr morgunverð á tvo vegu.

Eldhúsið er mjög skemmtilegt og er ekki stúdíóeldhús heldur raunverulega eldhúsið þar sem Bieber eldar en hún segist mikill matgæðingur og vita fátt skemmtilegra en að prófa nýjar uppskriftir.

Skemmtilegur þáttur og geggjað eldhús!

mbl.is