Nýjasta kökutrendið setti netið á hliðina

Þetta er engin lygi - heldur ekta kaka!
Þetta er engin lygi - heldur ekta kaka! mbl.is/ @amys.littlecakery

Við vorum ekki að trúa við fyrstu sýn - en þessar kökur eru engin lygasaga. Nýjasta kökutrendið er engu öðru líkt og hreint út sagt stórkostleg hugmynd ef því er að skipta. 

Kakan sem gengur undir nöfnunum 'teiknimyndakaka' eða 'cartoon cake / comic cake' - hefur verið að setja samfélagsmiðlana á hliðina. Hér um ræðir að láta köku líta út eins og teiknaða mynd, sem gerir hana mjög óraunverulega. Ekki er vitað hver átti upphaflegu hugmyndina en tertuskreytirinn @tigga_mac hefur fengið yfir 25 milljón áhorf á sitt myndband af slíkri köku - og þurfti að birta annað myndband þar sem hún sker í kökuna því fólk var ekki að trúa því sem það sá á skjánum. 

mbl.is/ @amys.littlecakery
mbl.is